0
Hlutir Magn Verð

 

Félagið Sigurgeir ljósmyndari ehf. var stofnað fyrri hluta ársins 2005 af Sigurgeiri Jónassyni, börnum hans og fjölskyldum þeirra. Hugmyndin að stofnun félagsins hafði gerjast í nokkurn tíma en upphaflega viðraði Magnús Kristinsson athafnamaður slíka hugmynd við Sigurgeir.

Markmið félagsins er að varðveita og skrá ljósmyndasafn Sigurgeirs og þannig samtímis að forða því frá glötun og gera það aðgengilegt á stafrænu formi og á veraldarvefnum.

Við stofnun félagsins komu bæði Vinnslustöðin hf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf. að málinu með myndarlegan stuðning sem gaf starfseminni góðan byr í upphafi.

Þó félagið sé hlutafélag hefur það í raun ekki hagnaðarmarkmið heldur aðeins að tekjur og styrkir standi undir kostnaði af skrásetningu og skönnun ljósmynda í safninu.

Starfsemi félagsins er í lágmarki og hefur skrifstofu þess verið lokað. Reynt er að svara erindum, eins fljótt og auðið er, en í einstaka tilfellum geta orðið tafir á því. Beðið er velvirðingar í þeim tilvikum.

Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, nákvæmni og gæði eins og verk Sigurgeirs ljósmyndara hafa endurspeglað í gegnum tíðina.